Kórar Íslands á STÖÐ2

Stöð 2 og Sagafilm leita að kórum til að koma fram í þáttunum Kórar Íslands sem sýndir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 í vetur.
Þar munu 20 kórar syngja til sigurs um titilinn Kór Íslands. 
Ef kórinn þinn telur fleiri en tíu meðlimi og allir orðnir 16 ára er ekki eftir neinu að bíða.
Við leitum að kórum hvaðanæva af landinu og af öllum gerðum t.d. kvenna-, karla-, blönduðum-, kirkju-, eða átthagakórum.
Þetta er frábært tækifæri fyrir kóra að vekja á sér athygli, efla starfið og taka þátt í að búa til frábært sjónvarpsefni fyrir íslenska áhorfendur.
Kórarnir flytja lögin án undirleiks (acappella). 
Sæktu um, komdu kórnum þínum á framfæri og taktu þátt í að kynna hið fjölbreytta kórastarf í landinu.