Karlakór Selfoss

Sagan

Veturinn 1964-5 komu nokkrir félagar sem unnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna saman og æfðu söng sér til gamans, þeir skemmtu svo á þorrablóti Mjólkurbúsins og þótti takast vel, það varð til þess að þeir leituðu til fleiri manna með þá hugmynd að stofna karlakór og fengu víða góðar undirtektir. Stofnfundur kórsins var haldinn 2. mars 1965 og voru þar mættir 25 menn. Þá voru um það bil tíu ár liðin síðan síðast starfaði karlakór á Selfossi, Karlakórinn Söngbræður hafði hætt starfsemi árið 1954 þá átta ára gamall.

Nokkrir þeirra sem í þeim kór höfðu verið mættu nú til leiks á ný. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn 30. mars. Þar var ákveðið að stofnfélagar skyldu þeir teljast sem gengju í kórinn á þessu ári. Á þeim fundi var einnig valið nafn á kórinn. Tvær tillögur komu fram; Söngbræður og Karlakór Selfoss og var hið síðara einróma valið í kosningu og hefur það reynst vel alla tíð síðan.
 

Vefsíða Karlakórs Selfoss