Karlakórinn Fóstbræður

Sagan

Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað samfellt frá haustinu 1916. 
Nýlega fundust gögn í fórum KFUM um að karlakór KFUM var stofnaður í október 1912 og starfaði með nokkrum blóma til 1915.

Allt til ársins 1937 hét kórinn Karlakór KFUM og starfaði fyrst og fremst innan vébanda þess félags. Árið 1937 losnuðu tengslin við móðurfélagið og þá þótti mönnum rétt að undirstrika það með nafnbreytingu. Nafnið Fóstbræður er sótt til kvartetts sem starfaði í upphafi aldarinnar en meðal söngmanna þar var Jón Halldórsson fyrsti söngstjóri Karlakórs KFUM, síðar Fóstbræðra.
Undir þessu nýja nafni óx kórinn og efldist og hefur ávallt lagt ríkan skref til mótunar og framþróunar karlakórssöngs á Íslandi og mun gera áfram.

Nánar má lesa um sögu og þróun kórsins í bókinni Fóstbræðralag eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson sem kom út 2001 og fjallar um sögu kórsins frá upphafi til loka tuttugustu aldar.

Vefsíða Karlakórsins Fóstbræðurs