Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Sagan

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var stofnaður árið 1925 af nokkrum gangnamönnum nótt eina við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði og hefur hann starfað öll árin síðan. Í kórnum eru söngmenn vítt og breytt að úr Austur - Húnavatnssýslu og einnig Skagafirði. Lengstum bjuggu söngmenn kórsins í Bólstaðarhlíðarhreppi, en nú koma söngmenn víða að úr Austur-Húnavatnssýslu.

Kórinn er félagsskapur áhugamanna og er í samstarfi við karlakóra í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og hittast þessir kórar á þriggja ára fresti. Næsta kóramót er í Lohjan í Finnlandi 12.-14. júní 2009.