Karlakórinn Drífandi

Sagan

Karlakórinn Drífandi var stofnaður á vordögum 2001. Stofnun kórsins er rakin til þess er nokkrir karlar voru beðnir um að syngja á samkomu Félags harmonikku-unnenda á Héraði. Þeir héldu hópinn og kölluðu til sín fleiri söngmenn og úr varð Karlakórinn Drífandi, sem skírður er eftir stjórnanda sínum.

Ríflega 30 félagar eru í kórnum í dag og koma þeir frá Fljótsdalshéraði, Vopnafirði og Fjarðabyggð. Karlakórinn Drífandi hefur frumflutt lög eftir heimamenn á Austurlandi, en kórfélagar leggja sig jafnan fram um að syngja lög sem eiga á einn eða annan hátt rætur sínar að rekja til Austurlands.

Vefsíða Karlakórs Drífandi