Sagan
Raddbandafélag Reykjavíkur var stofnað haustið 2002 upp úr kvartettinum “Góðir í boði” sem þá skipuðu:Björn Björnsson, Gústav Hjörtur Gústavsson, Ólafur M. Magnússon og Sævar S. Kristinsson en stjórnandi hópsins var Sigrún Grendal. Vorið 2002 héldu “Góðir í boði” upp á eins árs afmæli sitt með söngferð til Ítalíu sem farin var með Karlakór Kjalnesinga, Sigurði Demetz og fleiru góðu fólki. Í þeirri ferð söng kvartettinn sitt síðasta.Haustið 2002 var hópurinn stækkaður um helming og Raddbandafélag Reykjavíkur varð til. Í dag er hópurinn skipaður tólf söngmönnum sem flestir hafa sungið í ýmsum kórum um árabil.Ráðgert er að bæta við fjórum mönnum og fylla þannig töluna sextán.
Viðfangsefnin spanna vítt svið og syngur hvort sem er án eða með undirleik. Á fjölbreyttri efnisskrá sönghópsins er m.a. að finna íslensk og erlend þjóðlög og sönglög, barbershop og erlend dægurlög.
Vefsíða Raddbandafélags Reykjavíkur