Karlakórinn Heimir

Sagan

Karlakórinn Heimir, Skagafirði, var stofnaður í lok desember árið 1927. Stofnendur komu flestir úr litlum kór sem var nefndur Bændakór. Fyrstu árin störfuðu kórfélagar við mjög frumstæðar aðstæður. Æft var á sveitabæjum þar sem orgel voru til staðar. Menn fóru oftast gangandi eða ríðandi en stundum jafnvel á skíðum til æfinga...

Fyrsti söngstjóri kórsins var Gísli Magnússon, þá tónskáldið Pétur Sigurðsson og á eftir honum Jón Björnsson, einnig tónskáld, en hann stjórnaði Heimi í næstum 40 ár. Núverandi söngstjóri er Stefán R. Gíslason og hefur hann gegnt því nær óslitið frá árinu 1985. Undirleikari er dr. Thomas R. Higgerson.

Vefsíða Karlakórsins Heimis