Karlakór Siglufjarðar

Sagan

Félagar í slökkviliðinu voru beðnir að skemmta á árshátíð Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar, (SMS) árið 1997. Slökkviliðsmennirnir æfðu nokkur lög og sungu. Slökkviliðsstjórinn Kristinn Georgsson sá um að kalla kórinn saman. Í framhaldi af þessu var svo ákveðið að halda starfinu áfram.

Karlakór Siglufjarðar var stofnaður laugardaginn 1. janúar 2000, kl. 00.10. Nafn kórsins var kynnt og tilkynnt að framhaldsstofnfundur yrði haldinn síðar. Kórinn leiddi síðan fjöldasöng og Elías Þorvaldsson stjórnaði. Stofnfélagar voru 27 talsins. Merki félagsins er sextugasta og fjórðaparts nóta ásamt nafninu.

Vefsíða Karlakórs Siglufjarðar