Karlakór Eyjafjarðar

Sagan

Karlakór Eyjafjarðar var stofnaður á haustdögum 1996 af nokkrum söngelskum mönnum undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Sú stefna var mörkuð, að hafa léttleika og lagaval sem ekki er á hefðbundnum karlakórsnótum.

Kórfélagar eru um 40 talsins og eru búsettir víða um Eyjafjörð.   Í desember árið 2002 var gefinn út geisladiskur sem ber heitið "Gestaboð", í júní árið 2004 var farin söngferð til Danmerkur og vorið 2008 heimsótti kórinn frændur okkar Færeyinga. Kórinn komst í fréttirnar áður en hann fór úr landi, er rútan festist vegna flóða vestan í svonefndum Biskupshálsi.