Karlakór Reykjavíkur

Sagan

Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 3. janúar 1926 og aðalhvatamaður að stofnun hans var Sigurður Þórðarson tónskáld.

Árið 1931 fór kórinn í sína fyrstu söngferð innanlands en 1935 var farið í söngferð til Norðurlandanna. Einsöngvari í þeirri för var Stefán Íslandi og undirleikari Emil Thoroddsen. Þá var farið til Ameríku 1946 og í þeirri ferð voru sungnir 56 konsertar og í annarri Ameríkuferð árið 1960 voru sungnir 39 konsertar. Karlakór Reykjavíkur heimsótti Kína árið 1979 fyrstur allra kóra frá vesturlöndum eftir Menningarbyltinguna.
Söngferðirnar innanlands eru fjölmargar og utanlandsferðir kórsins orðnar 20 talsins.

Stjórnendur kórsins í gegnum tíðina hafa verið Sigurður Þórðarson, Páll Ísólfsson, Jón S. Jónsson, Páll Pampichler Pálsson og Catherine Willams. Núverandi söngstjóri er Friðrik S. Kristinsson.

Félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur er að Grensásvegi 13.

Vefsíða Karlakórs Reykjavíkur