Karlakór Eyjafjarðar

Karlakór Eyjafjarðar flytur tónlist sem hljómsveitir Ingimars og Finns Eydals  fylltu  Sjallann á Ak…
Karlakór Eyjafjarðar flytur tónlist sem hljómsveitir Ingimars og Finns Eydals fylltu Sjallann á Akureyri með á hverri helgi í mörg ár.
Klæða þau nýjum búning í útsetningu fyrir karlakór ýmist með eða án hljómsveitar og einsöngvara.
Með kórnum er hópur valinkunnra hljómlistarmanna sem þekkja til sögunnar og ungt og upprennandi listafólk til að spreyta sig á þessu verkefni og leggja til sínar hugmyndir og áherslur í flutninginn. Heiðursgestir tónleikanna verða þau Helena Eyjólfsdóttir (ekkja Finns) landsþekkt söngkona í hljómsveitum Ingimars og Finns Eydals og Grímur Sigurðsson sem var lengi í hljómsveit Ingimars Eydals. Saga hljómsveitanna allt frá Atlantic til síðustu áranna í Sjallanum verður höfð til hliðsjónar og leitast við að horfa á hana í sinni víðustu og fjölbreytilegustu mynd. Gleymum m.a. ekki því að þótt að þeir bræður hafi verið hvað þekktastir fyrir danshljómssveitir sínar þá dunaði jazzinn undir, yfir og allt um kring.
Kórinn er skipaður 34 áhugasöngvurum úr Eyjafjarðarsveit, Akureyri og nærsveitum. Með kórnum leikur hljómsveit sem í eru: Valmar Väljaots, hljómsveitarstjóri, píanó, hljómborð, harmónikka, fiðla.
Árni Ketill Friðriksson, trommur (spilaði með bæði Ingimar og Finni) Eiríkur Bóasson, bassi
Brynleifur Hallsson, gítar, (spilaði með Ingimar og Finni) Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson og Kynnir á tónleikunum verður Gestur Einar Jónasson.
Við bjóðum síðan ungum listamönnum þeim Hauki Gröndal klarinett- og saxafónleikara og
Söru Blandon söngkonu að bætast í hópinn og setja sitt mark á flutninginn.