Frá Karlakór Eyjafjarðar

Karlakór Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar

Karlakór Eyjafjarðar var stofnaður á haustdögum 1996 af nokkrum söngelskum mönnum undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Sú stefna var mörkuð, að hafa léttleika og lagaval sem ekki er á hefðbundnum karlakórsnótum. Kórinn telur um 40 manns og hefur æfingaraðstöðu í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Kórinn heldur árlega nokkra tónleika, bæði í Laugarborg auk þess sem farið er í árleg söngferðalög. Þrisvar erlendis.

Haustið 2016 hélt kórinn afmælistónleika í Hofi þar sem flutt voru lög frá öllu tímabili kórsins. Á árinu 2018 voru síðan settir upp myndarlegir tónleikar í Hofi með ýmsum lögum Hljómsveitar Ingimars og Finns Eydals og fengnir ýmsir tónlistarmenn til liðs við kórinn. Haustið 2018 söng kórinn með Grétu Salome í Halloween horror show í Hofi.

Á döfinni

Framundan á árinu 2019 er fiskikvöld í Reiðhöllinni á Akureyri 22. mars þar sem boðið er uppá sigin fisk og sungin nokkur lög. Þá má nefna árvisst hagyrðingakvöld í Laugaborg 17. apríl. Hápunktur ársins er tónleikaferð til Cardiff í Wales 24. apríl til 1. maí. í kjölfarið verða haldnir hefðbundnir vortónleikar í Eyjafirði dagana 11. og 12. maí. Í desember er stefnt að jólatónleikum þar sem hátíðleikinn verður í fyrirrúmi og má segja að það sé næsta stóra verkefni kórsins. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveðin.