S═K | Samband ═slenskra Karlakˇra

Söngfélagið Hekla á Akureyri, sem var karlakór, var stofnaður um aldamótin 1900. Stofnandi þess og stjórnandi var hinn merki tónlistarfrömuður

S÷ngfÚlagi­ Hekla

Söngfélagið Hekla á Akureyri, sem var karlakór, var stofnaður um aldamótin 1900. Stofnandi þess og stjórnandi var hinn merki tónlistarfrömuður Norðlendinga Magnús Einarsson fæddur 18. júní 1848 að Björgum í Köldukinn og dáinn 12. mars 1934 á Akureyri þar sem hann dvaldist í nærfellt 60 ár.

Magnús kom víða við í tónlistarmálum Norðlendinga, var organleikari við    Húsavíkur- og Akureyrarkirkju, stofnaði á Akureyri blandaðan kór, sem hlaut nafnið Gígjan, og lúðrasveit sem síðan fékk nafnið Hekla. Hann var söngkennari við barnaskólann á Akureyri, vð Möðruvallaskóla og kenndi mörgum víða af landinu að leika á hljóðfæri. Hann lék vel á fiðlu sem frægt er.

 Það er næsta fróðlegt að athuga lög Heklunga, því að í þeim birtist sú stefna í tónlistarmálum sem Magnús Einarsson var að móta. Það má lesa úr lögunum að Magnús hefir haft bæði töglin og hagldirmar í kórnum. Ekki verða þau rakin hér, en til gamans má geta þess að rætt er um viðurlög um mælgi, hávaða, blótum, áflogum eða koma ölvaðir á fund og æfingar eða opinberan samsöng, reykja tóbak eða neyta vínfanga í samkomusal félagsmanna. Ljóst er að kórinn hélt 4 samsöngva árið 1903 og voru kórmenn 14 talsins.

Veturna 1904 og 1905 æfði kórinn af miklu kappi. Rak hver samsöngurinn annan á þessum árum og var kórnum vel tekið. Í byrjun ársins 1904 voru haldnir fundir þar sem ákvarðanir voru teknar um utanför kórsins og var það fyrst að Magnús Einarsson færi til Noregs að kynna sér alar aðstæður. Magnús fór til Noregs um sumarið 1904 að mestu á eigin kostnað. Kórinn fór svo í söngferð til Noregs og Færeyja “sunnudagsmorgun einn seinnipart októbermánaðar,” og karlakórinn Hekla varð þar með fyrstur íslenskra karlakóra til að syngja á erlendri grund árið 1905, röskum 20 árum áður en næst var lagt upp í slíka för frá Íslandsströndum.


Heimildir:
(Heimir-Tímarit SÍK 3.árg, 1. hefti 1964, útdr. ÞRH úr útvarpserindi Aðalgeirs Kristjánssonar, skjalavarðar.)


Hekla, samband norðlenskra karlakóra
Sambandið var stofnað þann 8. október 1934. Á stofnfundinum voru mættir fulltrúar frá fjórum kórum, Karlakór Geysi, Karlakór Þrym á Húsavík, Karlakór Reykdæla og Karlakór Mývetninga. Þá lagði Ingimundur Árnason fulltrúi karlakórs Geysis fram uppkast að lögum fyrir sambandið sem hlaut nafnið Hekla. Félagið leitaðist við að efla og þroska karlakórssöng á sambandssvæðinu og stuðla að kynningu og félagshyggju kóranna.

Nafn félagsins var svo valið til að minnast samnefnds kórs sem starfaði á Akureyri um aldamótin 1900, undir stjórn Magnúsar Einarssonar organista og tónskálds.Fyrsta söngmót sambandsins var síðan haldið á Akureyri 23. júní 1935. Alls hafa 15 kórar tekið þátt í söngmótum sambandsins en einungis tveir hafa tekið þátt í þeim öllum, þ.e. Karlakórinn Geysir, sem Ingimundur Árnason stofnaði árið 1922 og stjórnaði skörulega í meira en þrjá áratugi og Karlakór Akureyrar sem Áskell Snorrason tónskáld stofnaði 1929. Þeir eru nú sameinaðir undir heitinu Karlakór Akureyrar-Geysir.

Á árinu 1955 var efnt til samkeppni um lag sem átti að vera einkennislag Heklu. Í keppnina bárst alls 8 lög. Fyrstu verðlaun hlaut Áskell Snorrason. Ljóðið var eftir  Jónas Tryggvason.

Þann 6. nóvember 2004 var haldið Heklumót á Akureyri, það sextánda í röðinni. Um leið hélt sambandið uppá 70 ára afmæli sitt en það var stofnað 8. október 1934. Í þetta sinn tóku þátt Karlakórinn Akureyri-Geysir, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakórinn Ernir, Karlakórinn Heimir, Karlakórinn Hreimur, og Karlakórinn Lóuþrælar. Gestakór var Karlakórinn Fóstbræður, Reykjavík. Hver kór söng þrjú lög og svo sungu kórarnir fimm lög sameiginlega. Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður með dans og söng.


Heimildir:
(Úr grein Jóns Þórarinssonar tónskálds: Upphaf karlakórasöngs á Íslandi)

Framsetning efnis

Samband ═slenskra Karlakˇra
Stefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya