SÍK | Samband Íslenskra Karlakóra

Kórakeppni STÖÐVAR-2 flautuð af Ekkert verður af kórakeppni STÖÐVAR-2 sem áformuð var á haustdögum vegna afar dræmrar þátttöku. Hugmyndin var að

Kórakeppni STÖÐVAR-2 flautuð af

Ekkert verður af kórakeppni STÖÐVAR-2 sem áformuð var á haustdögum vegna afar dræmrar þátttöku. Hugmyndin var að fyrirkomulagið væri með með svipuðu fyrirkomulagi og á síðasta ári, en þá keppni vann Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps.
Tímasetning þessar keppni var að margra mati röng, ekki heppilegt að hafa keppnina þegar kórar eru að hefja vetrarstarfið, og á þá staðreynd hafi stjórn SÍK, Sambands íslenskra karlakórab bent. 
Heppilegra er að halda keppni með þessu sniði í febrúar - mars þegar undirbúningur að vortónleikum er í fullum gangi.
Flestir íslenskra karlakóra undirbúa nú jólatónleika eins og undanfarin ár. Aðrir halda m.a. í utanlandsferð eins og Karlakórinn Esja sem er farinn í Rússlandsferð.


Framsetning efnis

Samband Íslenskra Karlakóra
Stefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya