SÍK | Samband Íslenskra Karlakóra

Karlakórinn Ernir á Ísafirði með tónleika á heimaslóð Karlakórinn Ernir, en félagar í karlakórnum koma allt frá Þingeyri til Bolungarvíkur, verður með

Karlakórinn Ernir á Ísafirđi međ tónleika á heimaslóđ

Karlakórinn Ernir, en félagar í karlakórnum koma allt frá Ţingeyri til Bolungarvíkur, verđur međ tónleika ţetta vor föstudaginn 6. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu á Ţingeyri; sunnudaginn 8. maí kl. 14:00 í félagsheimilinu í Bolungarvík, og síđar sama dag, ţ.e. 8. maí kl. 17:00 í Ísafjarđarkirkju. Stjórnandi er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og međleikari á píanó Kristín Harpa Jónsdóttir.

Karlakórinn Ernir varđ til áriđ 1983 eftir óformlega samvinnu um hríđ milli Karlakórs Ísafjarđar, Karlakórsins Ćgis í Bolungarvík og Karlakórs Ţingeyrar. Kórarnir voru mannfáir hver um sig og háđi ţađ kórastarfinu. Metnađur kórfélaga var mikill og ţeir vissu, ađ án samvinnu nćđu kórarnir ekki ţeim gćđum og ţroska, sem stór, sameiginlegur kór hefđi möguleika á. Starfssemi karlakóra á sér allnokkra sögu í Bolungarvík. Fyrsti karlakór sem heimildir eru til um, var Karlakór Ungmennafélags Bolungarvíkur. Hann var stofnađur áriđ 1915. Rúmlega tuttugu árum síđar, í janúar 1936, var hins vegar stofnađur Karlakór Bolungarvíkur, sem telja má undanfara Karlakórsins Ćgis í Bolungarvík.

Karlakór Ísafjarđar var stofnađur 5. maí 1922. Segir í fundargerđ „ađ einhverjir vildu fresta kórstofnun“ en ţó varđ kórinn í heiminn borinn á ţessum fundi, 5. maí 1922 og nefndur Karlakór Ísafjarđar. Eins og gefur ađ skilja skiptust á skin og skúrir í lífi Karlakórs Ísafjarđar allt frá stofnun hans. Ţau skeiđ komu, sem kórinn lág í hýđi, lengur eđa skemur eftir atvikum, en ţó var mest um vert ađ alltaf auđnađist honum framhaldslíf og ţá sérstaklega eftir samvinnu viđ Karlakórinn Ćgi og fleiri frábćra söngvara annarstađar ađ af norđursvćđi Vestfjarđa.

Saga karlakórsstarfs á Ţingeyri hófst áriđ 1906 ţegar Bjarni Pétursson skólastjóri barnaskólans stofnađi karlakórinn Svan og var hann stjórnandi hans til 1914. Međal verkefna annađist Karlakórinn Svanur ásamt sönghópi frá Ţingeyri allan söng á hérađshátíđinni á Hrafnseyri 1911. Síđustu skráđu heimildir um karlakórinn Svan eru frá skemmtikvöldi íţróttafélagsins Höfrungs sem haldiđ var 3. apríl 1923. Á árunum uppúr 1930 var karlakórinn Ţrestir stofnađur. Karlakórinn Ţrestir hélt konserta á gamlárskvöld og dansleiki á eftir ár hvert í fjölda ára og fór í söngferđir til nćstu byggđarlaga. Snemma árs 1976 var enn einn karlakór stofnađur á Ţingeyri. Ţá stofnađi Tómas Jónsson sparisjóđsstjóri (áđur skólastjóri) Karlakór Ţingeyrar og stjórnađi hann honum til 1994. Framsetning efnis

Samband Íslenskra Karlakóra
Stefna ehf Hugbúnađarhús - Moya